Stelpurnar voru vaktar með söng og eftir morgunmat og fánahyllingu var biblíulestur. Dagskráin í gær var fjölbreytt og ýmislegt í boði t.d. var keppt í brennó, farið í húshlaup, gerð vinabönd og perlað svo fátt eitt sé nefnt. Einnig var hoppudýnan og var mikið hoppað allan daginn. Eftir hádegismat var farið í göngu að Pokafoss sem er í grennd við Vindáshlíð. Þar settust stelpurnar niður og tíndu bæði bláber og krækiber. Á kvöldvöku voru svo tvö herbergi sem sýndu leikrit og stjórnuðu leikjum. Eftir lokastund var haldið náttfatapartý þar sem dansað var og trallað. Foringjar voru með skemmtiatriði fyrir stelpurnar og svo lauk náttfatapartýinu með því að þær fengu allar ís síðan var sögustund. Stelpurnar fóru því allar sáttar og glaðar að sofa eftir góðan dag.
hér eru
myndir dagsins