Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig í kvennaflokk í Vindáshlíð sem haldin verður næstu helgi. Skráningu lýkur klukkan 12.00 á hádegi fimmtudaginn 27. ágúst. Aðeins örfá pláss laus! Dagskrá kvennaflokksins er afar skemmtileg og tengist á ýmsan hátt Hallgrími Péturssyni. Dr. Margrét Eggertsdóttir ræðir um Hallgrím og börn og Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur ræðir um konuna hans Hallgríms. Boðið verður upp á gönguferðir, brennó, skemmtilegar samverustundir og góðan mat. Auk þess fá þátttakendur hagnýt ráð um glæsileika á krepputímum. Í tilefni af 50 ára vígsluafmæli Hallgrímskirkju í Vindáshlíð mun Sr. Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti blessa kirkjuna í guðsþjónustu á sunnudeginum.