Enn einn fallegur dagur rann upp hér í Vindáshlíð í gær og nutum við hans í botn. Stelpurnar borðuðu morgunmat og fóru svo á biblíulestur þar sem þær fengu að heyra um nokkrar persónur Biblíunnar og komu nokkrar þeirra í heimsókn í Klappljósþáttinn t.d. Abraham, samverska konan og Davíð. Dagskráin í dag var fjölbreytt og ýmislegt í boði t.d. var keppt í brennó, farið í langstökk, gerð vinabönd og perlað svo fátt eitt sé nefnt. Einnig var hoppudýna og var mikið hoppað allan daginn. Eftir hádegismat var farið í gönguferð að tveimur fossum hér í grennd við Vindáshlíð, Pokafossi og Brúðaslæðu. Á kvöldvöku var mikið stuð þar sem sungið var dátt og sýnd voru leikrit.
Stelpurnar voru fljótar að sofna og ró var komin á um kl 23:30
Hér eru
myndir.