Það er ekki hægt að segja annað en að stúlkurnar í Vindáshlíð hafa mikla hæfileika bæði í dansi, leiklist og söng. Kvöldvakan okkar var með yfirskriftinni Vindáshlíð got talent og voru atriðin sem stúlkurnar komu með hverju öðru flottara. Stúlkurnar lögðu mikla vinnu í undirbúing og voru æfingar stífar fram að kvöldvöku.
Gangan dagsins var upp að Brúðarstæðu og bauð verðrið upp á að það var hægt að vaða í ánni og leika sér.