Jólatréssala verður haldin í Vindáshlíð 12. desember næstkomandi kl. 11.00-15.00. Þá gefst fólki kostur á að koma í Hlíðina og fella sitt eigið jólatré. Jólastund verður í kirkjunni kl. 13.00. Í matskála gefst svo kostur á að gæða sér á kanilsnúðum og rjúkandi heitu súkkulaði og fleiru á vægu verði. Gott er að taka með sér góða sög! Allur ágóði af sölunni rennur til áframhaldandi uppbyggingar í Vindáshlíð. Allir hjartanlega velkomnir. Verð á jólatrjám 2009 eru eftirfarandi:
1 m= 2700 kr.
1.5 m = 3400 kr.
2 m = 4000 kr.
2.5 m = 4700 kr.
3 m =5400 kr.