Í gær komu fríður flokkur stúlkna hingað í yndislegu hlíðna. Eftir að var búið að fara skipa í herbergi, fara yfir reglurnar og koma sér fyrir var komið að hádegismat þar sem þær fengu grjónagraut og brauð. Eftir hádegi var farið í skemmtilegan ratleik þar sem stelpurnar lærðu heilmikið um Vindáshlíð og starfsfólk þess og þær stóðu sig allar með mikilli prýði.
Seinna um daginn var boðið upp á brennó og broskeppni, spil og vinabönd. Í kvöldmatinn var boðið upp á pítu með hakki og nóg af grænmeti.
Kvöldvakan var haldin í íþróttahúsinu með allskonar leikjum og uppákomum.
Stelpurnar enduðu daginn með kvöldkaffi, hugleiðingu og góða stund með bænakonum sínum. Allar voru sofnaðar rétt fyrir miðnætti enda voru þær úrvinda eftir frábæran dag á yndislegum stað.