Dagurinn í gær var mjög viðburðaríkur. Hann hófst á morgunmat og fánahyllingu. Eftir fánahyllinguna var haldin biblíulestur úti þar sem það var svo rosalega fallegt veður. Það lærðu stelpurnar hvernig Guð þekki hver einasta hár á höfði þeirra og að við erum öll einstök og hvernig Guð fer ekki í manngreinarálit, við erum öll uppáhalds molarnir í Mackintosh kassanum.
Í hádeginu var enn mjög fallegt veður og var boðið upp á grillaðar pylsur við mikil fagnaðarlæti stúlknanna. Eftir hádegismatinn var farið í yndislega skógarferð, þar sem stelpurnar gengu um allan skóginn og fræddust í leiðinni um sögu Vindáshlíðar.
Í gærkvöld var síðan haldin kvöldvaka þar sem nokkrar stelpur sáu um skemmtiatriðin.
Stelpurnar skemmta sér konunglega, það var komin fullkomin ró fyrir miðnætti og þær eflaust dauðþreyttar eftir annan frábæran dag í yndislegu Vindáshlíð.