Gærdagurinn var alveg ótrúlega viðburðríkur dagur hér í Hlíðini fríðu. Fyrir hádegi lærðu stelpurnar um sköpunina og þær prufuðu að búa til mann, konu eða dýr úr steinum og fengu á tilfinninguna hvernig Guð hafði gaman að því að búa okkur til.
Í hádegismat var ávaxtasúrmjólk, brauð og álegg. Eftir hádegi fóru stelpurnar í gönguferð á Sandfell og komu sársvangar tilbaka enda ótrúlega duglegar og fljótar upp fjallið.
Eftir kaffitíman tók við brennó, vinabönd, vað í læknum með forstöðukonu sem þeim fannst ótrúlega mikið sport.
Í kvöldmatinn voru kjúklingaleggir, hrísgrjón og salat. Síðar um kvöldið var haldin kvöldvaka og eftir hana var stelpunum komið á óvart með varðeld úti þar sem þær fengu að grilla brauð og borða kvöldkaffið úti.
Stelpurnar voru uppgefnar eftir þennan langa dag og fengu því að sofa aðeins lengur til að hafa orku í að takast við annan skemmtilegan dag í Hlíðinni.