Sunnudagurinn var góðviðrisdagur hjá okkur í Hlíðinni. Pylsur voru grillaðar úti í hádeginu og stelpurnar nutu þess að borða matinn sinn úti í náttúrunni. Nú eru þær orðnar heimavanar og hlaupa um svæðið léttklæddar í góða veðrinu. Á sunnudögum er alltaf farið í kirkjuna í Vindáshlíð. Stelpurnar undirbjuggu messuna með hjálp foringja. Stelpurnar skreyttu kirkjuna, æfðu söngva, sömdu bænir og léku leikrit um góða hirðinn. Stúlkur úr undibúningshóp fengu að hringja kirkjuklukkunni, en það þykir mjög eftirsóknarvert.
Kvöldvakan fór vel fram og skemmtu þær sér vel við að leika og horfa á leikrit. Svo eru þær farnar að læra Vindáshlíðarsöngvana og sungu því af miklum krafti, meðal annars sönginn "Hlíðin með grænum hjöllum" sem allar Hlíðarmeyjar þurfa að kunna.