Um ellefu leitið á fimmtudegi runnu 2 rútur í hlað Vindáshlíðar með 81 hressri stelpu. Fyrsti dagurinn í flokknum lofar góðu, hérna eru staddar kraftmiklar og skemmtilegar stelpur sem ætla að skemmta sér vel. Herbergjum var úthlutað og bænakonur hvers herbergis sýndu stelpunum staðinn eins og venja er í upphafi flokks.
Í dag var boðið upp á ratleik á svæðinu í keppni milli herbergja. Þá var t.d. teki mynd af herbergisfélögum hvers herbergis fyrir sig á einni stöðinni sem má sjá á myndasíðunni okkar. Dagurinn sem byrjaði svo sólríkur endaði í hellirigningu rétt þegar síðasti hópurinn var að klára leikinn. Annars voru brennókeppnir dagsins æsispennandi og í íþróttum var keppt í húshlaupi. Stelpurnar fengu líka gott í gogginn, í hádeginu var boðið upp á ofnbakaðann plokkfiskrétt, í kaffinu var dýrindis kókoskaka og í kvöldmat var ljúffengur grjónagrautur.
Boðskapur dagsins og flokksins okkar er Gullna reglan úr Biblíunni: ,,Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra".