Við fengum nú aldeilis gott veður fyrsta daginn okkar í Ævintýraflokk hérna í Vindáshlíð. Hjá okkur dvelja 82 stelpur á aldrinum 11 – 13 ára og strax eftir fyrsta daginn lofar flokkurinn mjög góðu. Þetta eru hressar stelpur sem kunna að skemmta sér og margar með mikinn metnað fyrir íþróttakeppnunum og brennómótinu. Ég hef fengið fjölmargar fyrirspurnin bæði frá foreldrum og stúlkum í flokknum og já, auðvitað verður í boði að horfa á úrslitaleik HM á sunnudaginn hjá okkur. Engar áhyggjur! 🙂
Í sólinni og blíðunni fóru stelpurnar í ratleik um svæðið þar sem þær þurftu sem herbergjalið að svara ýmsum spurningum og leysa þrautir. Eftir ratleik var í boði að leika sér á svæðinu og vorum við t.a.m. með hoppukastala á fótboltavellinum. Í hádegismatinn var grjónagrautur, í kaffinu voru kökur og brauð og ofnbakaður fiskur í kvöldmatinn. Kvöldvakan var í íþróttahúsinu með ýmsum samhristingsleikjum og skemmtilegheitum.
Stúlkurnar fengu ekki að vita hver þeirra bænakona væri fyrr en eftir hugleiðingu kvöldsins þegar þær fengu í hendurnar miða með þremur staðreyndum um sína bænakonu. Þá þurftu þær að finna út hver sú rétta væri með ýmsum spurningum. Stelpunum að óvörum var náttfatapartý seinna um kvöldið með dans og leikjum sem foringjarnir sáu um svo stelpurnar fóru sáttar að sofa eftir góðan dag.
Myndir má sjá
hér.