Veðrið lék við hvern sinn fingur í dag og sólin vermdi okkur hérna í Vindáshlíð. Við nýttum daginn vel í leikjum úti við, hoppukastala og langstökki. Þema dagsins var menning. Eftir hádegi fórum við í hermannaleik Vindáshlíðar sem er æsispennandi og ógnvekjandi leikum þar sem allt snýst um að lifa af. Foringjar voru hermenn eða menn á förnum vegi sem gáfu vísbendingar um griðarstaði í skiptum fyrir verðmæti. Stúlkurnar komust ýmist á griðastaðinn eða voru hnepptar í fangelsi af hermönnum en í millitíðinni hlupu þær um í skóginum og földu sig. Í lok leiksins lögðum við áherslu á það að sums staðar er svona ástand daglegt brauð hjá fólki. Hermannaleikurinn er alltaf jaft skemmtilegur og vinsæll hjá stelpunum.
Kvöldmaturinn var líka menningarlegur. Stelpurnar fengu að draga úr potti landið sem þær myndu lenda í. Lang flestar drógu Afríkulandið Mósambík þar sem bragðlaus hrísgrjón voru í boði, setið var á gólfinu og eingöngu hægt að sækja vatn til drykkjar með því að fylla flösku í læknum og koma með til baka. Einnig var Indland svipað en þar fengu stelpurnar að sitja á pullum og borða karrýhrísgrjónarétt af diskum. Nokkrar drógu ríkari lönd; Kókoseyjar fengu ávexti, Ungverjaland fékk eggjaköku, Svíþjóð fékk fisk og kartöflur, Ítalía fékk pastarétt en einungis tvær drógu Bandaríkin og sátu við háborð með kertaljós og fengu hamborgara og kók. Með menningarkvöldverðinum vildum við aftur minna á hversu heppnar við værum að hafa verið "dregnar" á Íslandi þegar við fæddumst og hversu mikla velmegun við búum við. Í lokinn fengu allar stelpurnar hamborgara svo engin fór svöng frá borði.
Eftir matinn gátu stelpurnar valið um að flatmaga yfir úrslitaleik HM, horfa á kvikmyndina E.T. eða leika sér úti. Um kvöldið höfðum við svo helgistund í kirkjunni og varðeld á eftir. Heilan helling af myndum frá deginum má finna
hér.