Hingað komu ótrúlega hressar stelpur í gær og flokkurinn fór af stað í bongóblíðu. Eftir að hafa verið raðað í herbergin, búnar að koma sér fyrir og skoða svæðið aðeins tók dagskráin við. Strax eftir hádegismat byrjaði brennókeppnin. Í gær var einnig haldið húshlaup, þá er tíminn tekinn hversu fljótar þær eru að hlaupí kringum húsið. Veðrið leikur heldur betur við okkur og stelpurnar skemmtu sér konunglega við að vaða í læknum, fara í aparóluna og hoppa á hoppukastalanum.
Í kvöldmatinn fengu þær gómsætan plokkfisk sem þær borðuð með bestu lyst enda svangar eftir skemmtilegan eftirmiðdag. Um kvöldið var haldin leikjakvöldvaka í íþróttahúsinu þar sem þær sprelluðu með foringjum að kvöldkaffinu.
Hugleiðing kvöldsins fjallaði um hversu heppnar við erum að fá að eyða tíma á þessum dásamlega stað í Kjósinni og hve nærvera Guðs er mikil hér.
Ró var komin á húsið fyrir miðnætti og sváfu stelpurnar værum svefni eftir yndislegan dag hér í Hlíðinni fríðu.
Myndir má finna hér
http://www.kfum.is/nc/myndir/?g2_itemId=113992