Hingað kom fríður flokkur unglingsstúlkna í gær, tilbúnar að takast á við óvissuna sem mun ríkja í flokknum.
Eftir að hafa verið úthlutað herbergi og bænakonu fengu stelpurnar smá tíma til að koma sér fyrir og kynnast öðrum herbergisfélugum. Í hádegismat var boðið upp á pylsupasta með sveppaostasósu.
Eftir hádegistmat fóru stelpurnar í alveg glænýjan Survivor leikur þar sem þær áttu að leysa hinar ýmsu þrautir. Leikurinn stóð yfir í nokkra klukkutíma og þegar þær komu tilbaka var komið að kvöldmat. Í honum var boðið upp á fiskibollur og franskar.
Eftir kvöldmat fengu stelpurnar smá tíma til að æfa söng-og leikatriði sem þær bjuggu til í Survivor leiknum. Og svo sýndu þær náttúrulega atriðin á kvöldvöku og stóðu sig allar mjög vel.
Hugleiðing kvöldsins fjallaði um hversu frábært staður Vindáshlíð er og hversu heppnar við erum að fá að kynnast Guði. Stelpurnar voru síðan sofnaðar fljótlega eftir miðnætti eftir viðburðaríkan dag.