Dagurinn byrjaði skemmtilega þar sem stelpurnar vöknuðu við ljúfa tónlist frá foringjum. Eftir morgunmat, fánahyllingu og biblíulestur, þar sem þær lærðu um sköpunarverkið, var farið í brennó og keppti í störukeppni.
Í hádegismat var hakk og spageti, sem þær borðuðu af bestu list. Eftir hádegismat var lagt af stað í Hlíðarhlaupið (hlaupa niður að hliði) og í framhaldi af því var farið í gönguferð að réttunum. Þar fóru þær í marga skemmtilega leiki. Veðrið var ágætt en örlítil rigning í gönguferðinni.
Í kaffinu var boðið upp á döðlubrauð með smjöri og síðan hélt íþróttakeppnirnar áfram ásamt fótboltamóti. Sumar fannst þó gaman að sitja inni og hnýta vinabönd.
Í kvöldmatnum voru foringjarnir með stóran og flottan leikþátt úr twilight fyrir stelpurnar. Næst tók við kvöldvaka og bíó þar sem þær fengu popp með myndinni.
Í hugleiðingunni heyrðu þær af sögunni um týnda sonin og svo var boðið upp á kvöldhressingu, ávextir og kex. Þær fóru allar saddar og sælar inn í svefninn eftir langan dag.
Myndir frá deginum má sjá
hér.

Kveðja, Ingibjörg forstöðukona