Síðustu helgi var mikið um að vera í Vindáshlíð. Unnið var að því að koma vatnsmálunum í lag, en borið hefur á vatnsskorti að undanförnu. Byko er öflugur styrktaraðili þess verkefnis.
Einnig kom fríður hópur hörkuduglegra sjálfboðaliða frá Auði Capital sem tók til hendinni í skógræktarmálum. Þeim eru þökkuð vel unnin störf. Von er á fleiri starfsmönnum frá Auði Capital í vinnuflokka í maí. Hér má sjá myndir af starfsmönnum Auðar, en myndir af vatnsframkvæmdum verða birtar fljótlega.