Mæðgnaflokkur verður haldinn í Vindáshlíð 1.-3.október 2010 fyrir allar mæðgur á aldrinum 6-99 ára. Farið veður á einkabílum í Vindáshlíð. Vinsamlega hafið sambandi við Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK ef vantar far. Verð er aðeins kr. 9900 krónur á mann með gistingu, dagskrá og fullu fæði. Hægt er að ganga frá skráningu hjá Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899 eða með því að smella hér: http://skraning.kfum.is/
Dagskrá mæðgnaflokksins er eftirfarandi:
Föstudagur 1. október
18.30 mæting
19.00 kvöldmatur
20.15 kvöldvaka
21.30 kaffi fyrir yngi kynslóðina
22.30 kaffi og kósýkvöld í setustofu fyrir mömmur
Laugardagur 2. október
9.00 Vakið
9.30 Morgunmatur
10.15 Stund fyrir mömmur
10.15 Stund fyrir stelpur
11.30 Brennókeppni milli herbergja
12.00 Hádegismatur
13.00 Skemmtilegt föndur eða frjáls leikur
15.30 Kaffi
16.00 Undirbúningur fyrir kvöldvöku/brennó
19.00 Veislukvöldverður
20.30 Kvöldvaka í umsjá herbergja
21.30 Kvöldkaffi fyrir yngri kynslóðina
22.00 Hugleiðing
22.30 Kaffi og kósýkvöld fyrir eldri kynslóðina
Sunnudagur 3. október
9.00 Vakið
9.30 Morgunmatur
11.00 Kirkjuferð í Hallgrímskirkju í Vindáshlíð
12.00 Hádegismatur
13.30 Heimferð
Umstjón og stjórn mæðgnaflokks:
Lilja Írena Guðnadóttir, grunnskólakennari.
Ingibjörg Sigurðardóttir, grafískur hönnuður.