Næstkomandi föstudag, 21. janúar, verður ,,Reunion“ KSS-inga á aldrinum 38-48 (+/-) haldið í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28 í Reykjavík.
(Athugið að ranglega var tekið fram í Netfréttum KFUM og KFUK í gær, 13. janúar að endurfundirnir yrðu á laugardegi. Hið rétta er að þeir verða á föstudegi!)
Dagskrá endurfundanna er eftirfarandi:
Mæting í hús KFUM og KFUK að Holtavegi 28, föstudaginn 21. janúar 2011, stundvíslega kl. 19.00. Þar verður borðhald og stútfull, skemmtileg dagskrá eins og við er að búast af síungum KSS-ingum. Allir eru velkomnir, líka þeir sem eru yngri eða eldri en uppgefið viðmið, sem og makar.
Menu:
BBQ gljáður kjúklingur
Gratín eða bakaðar kartöflur
Létt ristað grænmeti
Gular baunir
Hunangssinnepssósa
Kaffi og konfekt
Meðal dagskráratriða er eftirfarandi:
1) Hljómsveitin Perlubandið, skipuð Helgu Rut Guðmundsdóttur, Kristínu Þórunni Tómasdóttur, Rúnu Þráinsdóttur og Rósu Jóhannesdóttur. Perlubandið mun einnig spila undir almennan söng, en við munum að sjálfsögðu rifja upp gömlu góðu KSS söngvana.
2) Fabúla. Magrét Kristín Sigurðardóttir, spilar og syngur af sinni alkunnu snilld.
3) Myndasýning.
4) Hjördís Kristinsdóttir og félagar koma með óvænt sprell.
Orð og bæn: Petrína Mjöll Jóhannesdóttir
Hugvekja: Sr Ólafur Jóhannesson, fyrrum skólaprestur.
Stjórn: Ragnhildur Ásgeirsdóttur og Guðmundur Jóhannsson.
Svo verður auðvitað tími til að spjalla við gamla félaga.
Hægt er að skrá sig og greiða um leið kr. 2800.- á
http://skraning.kfum.is/ meðan húsrúm leyfir eða í allra síðasta lagi þriðjudaginn 18. janúar 2011.

Flokkur: Vindáshlíð