Í gær, þriðjudaginn 29. mars var vorkomunni fagnað í yngri æskulýðsdeild KFUM og KFUK í Grafarvogi. Krakkarnir mættu á hjólum, og hjóluðu ásamt leiðtogum deildarinnar úr Grafarvogi í Mosfellsbæ, þar sem grillaðar voru ljúffengar pylsur og lúin bein hvíld.
Myndir af hópnum, sem skemmti sér vel, sjást hér til vinstri.
Fjölbreytt dagskrá fer fram í hverri viku í æskulýðsdeildum KFUM og KFUK um allt land. Næstu helgi, 1.-2. apríl, verður Vorferð yngri deilda, fyrir krakka á aldrinum 9-12 ára, farin, í sumarbúðir KFUM og KFUK. Strákar í starfinu fara ásamt leiðtogum sínum í Vatnaskóg, en stelpur fara ásamt sínum leiðtogum í Vindáshlíð og Ölver.
Allar nánari upplýsingar um æskulýðsstarf félagsins má fá hjá Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK við Holtavegi 28 í Reykjavík í síma 588-8899.