Á sunnudeginum í Vindáshlíð var dagskráin með aðeins öðruvísi sniði. Eftir morgunmat fóru stelpurnar í að undirbúa fyrir guðsþjónustuna sem var haldin um kvöldið. Hér var svo yndislegt veður að eftir hádegismat var farið í frábæra göngu að Pokafoss og Brúðarslæðu þar sem stelpurnar fengu að busla aðeins í. Eftir kaffi voru brennó og íþróttir á sínum stað. Um kvöldið var svo haldin guðsþjónustu undir berum himni, þar fengu stelpurnar að heyra söguna um Hallgrímskirkju sem er kirkjan okkar hér í Vindáshlíð. Þetta var frábær dagur í alla staði og þær voru mjög þreyttar eftir sólríkan dag.
Í gær var dagurinn með hefðubundnu sniði, í útiverunni var farið í frábæra skógarferð um fallega skóginn okkar og á leiðinni fengu þær að heyra nokkrar skemmtilegar sögur um ákveðna staði í skóginum. Kvöldvakan var með frekar hefðbundnu sniði en foringjunum klæjaði í fingurna að fá að vera með og því fengu stelpurnar í bónus leikþátt frá foringjunum. Nú svo í kvöldkaffinu fengu þær annan bónus þegar nokkrar ákváðu að syngja fyrir þær eitt fallegt lag. Á hugleiðingu kvöldsins fengu þær að heyra hversu frábær Guð er í því að fyrirgefa okkur fyrir allar okkar syndir og að við getum leitað til hans hvenær sem er og að hann vilji fá okkur til sín.
Í dag er svo veisludagur, eftir þessum degi er beðið með eftirvæntingu alla vikuna bæði hjá stúlkunum og hjá starfsfólkinu. Í dag verður úrslitaleikurinn í brennó og svo verður leikur á milli herbergisins sem vinnur og foringja. Eftir kaffi verður haldin hárgreiðslukeppni sem er alltaf gífurlega vinsæl. Nú svo í kvöldmat fá þær heimabakaðar pizzur sem eldhúsið vinnur hörðum höndum við að baka og svo loks verður haldin veisludagskvöldvaka og þar stíga allir foringjar á svið og leika og skemmta stúlkunum fram á kvöld.
Ég minni foreldra á að heimferð er á morgun og við verðum komin á Holtaveg 28 kl 12.