Eftir brennó var frjáls leikur þar til hringt var inn í hádegismat. Boðið var upp á kjötbollur með brúnni sósu, káli og kartöflum. Stúlkurnar borðuðu með bestu list. Eftir matinn fóru stúlkurnar í víðtækan ratleik um Vindáshlíðarsvæðið. Leikurinn gekk með eindæmum vel og leystu þær hverja þrautina á fætur annarri með góðri samvinnu.
Í kaffitímanum fengu við kanilsnúða og jógúrt-súkkulaði köku með bleikum glassúr, það var vel þegið eftir annasaman leik í góða veðrinu. Íþróttakeppni í húshlaupi fór svo fram eftir kaffi fram að kvöldmat. Þá fengum við hrísgrjónagrautur með kanil og rúsínum ásamt brauði með osti, sultu eða kæfu. Allir voru sáttir og saddir að máltíð lokinni. Eftir stuttan frjálsan leik héldum við svo allar niður í kvöldvökusal þar sem Skógarhlíð og Grenihlíð sáu um skemmtiatriði við mikinn fögnuð áhorfenda. Dagurinn endaði á hefðbundinn hátt með kvöldkaffi, hugleiðingu og bænastund. Við þökkum fyrir þennan fagra sólríka föstudag í Hlíðinni okkar.