Laugardagur á röngunni – 6. ágúst 2011
Það var öfugsnúinn dagur í dag – allt á hvolfi eða á röngunni. Stúlkurnar voru vaktar klukkan 10 og byrjuðu daginn með kvöldmat sem var grjónagrautur. Eftirmiðdagskaffi hófst um kl. 13 og fengum við græna köku með bleikum glassúr og döðlubrauð. Að því loknu var 100% mæting í Hlíðarhlaup í hlýju og sól og svo fóru langflestar niður að læk að leika. Hófst þá skömmu síðar léttur vatnsslagur í boði foringja! Fram að hádegismat sýndu stúlkurnar svo mikla færni á hoppuskastaladýnunni en aðrar gengu á stultum.
Hádegismatur var kl. 15:30 og er óhætt að segja að Berglind ráðskona hafi átt enn einn stórleikinn -lasagne rann bókstaflega hvarf ofan í þær. Fór þá í hönd róleg stund úti í sólinni en tónlistin tók völdin og geggjað dansiball hófst úti fyrir framan skálann. Meira síðar …