Suðrænt kvöldkaffi, enskur morgunmatur, afrískur maís og íslenskt lambakjöt. Andleg og líkamleg næring í Vindáshlíð 26.-28. ágúst 2011. Yfirskrift helgarinnar er "krydd í tilveruna." Verð aðeins kr. 11.700 með gistingu, dagskrá og fullu fæði. Bókanir í síma 5888899 og
hér á heimasíðunni .

Föstudagur 26. ágúst
19.00 Kvöldverður
20.00 Kvöldvaka:
Upphafsorð og bæn: Helga Rut Guðmundsdóttir, formaður Vindáshlíðar.
Hlíðarsöngvar
Bruschetta frá Spáni nammi namm…….
Andreea Vasi frá Baðhúsinu kennir spænskan dans, salsa.
Lokaorð: Gyða Karlsdóttir, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK á Íslandi.
22.15 Kvöldkaffi í suðurevrópskum stíl.
22.45 Kvöldstund í kirkjunni: Rúna Þráinsdóttir

Laugardagur 27. ágúst
09:00-10.00 Morgunmatur
10.15 Glöggt er gests augað – Betsy í Afríku
Dagbókarbrot í myndum. Umsjón: Betsy Halldórsson.
Hvað er mikilvægt í lífinu? Getum við lært af Immu á Hernum?
Sigríður Hrönn Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur og guðfræðingur.
12.00 Hádegismatur
13.00 Frjáls tími. Fjölbreytt val:
Afslöppun og leti
Nudd gegn vægu gjaldi: Anna Peta Guðmundsdóttir, nuddari.
Staðarskoðun – létt ganga. Kristín Sveinsdóttir.
Kirkjan, kl. 14.00-15.00: Hefur þú þörf fyrir spjall eða fyrirbæn? Sigrún Gísladóttur,hjúkrunarfræðingur og kennari, verður til staðar í kirkjunni.
15.30 Kaffi
17.00 Er hægt að búa til tískuvarning úr hverju sem er?
Herdís Egilsdóttir kennari og annáluð hannyrðakona sýnir og selur afurðir sínar.
18.30. Veislukvöldverður
20.00 Kvöldvaka
Söngatriði: Björg Þórhallsdóttir söngkona syngur af sinni alkunnu snilld!
Hópefli
Hlíðarmeyjar fara á kostum
22.00 Kvöldkaffi
22.30 Að viðhalda og efla trú
Kristín Möller
Dagný Bjarnhéðinsdóttir
Hjördís Kristinsdóttir

Sunnudagur 28. ágúst
9.30-10.15 English breakfast
11.00 Gengið til kirkju
Trúin er alþjóðleg: Séra Sigrún Óskarsdóttir prédikar.
12.00 Hádegismatur
13.30 Heimferð
Eftirfarandi upptalning gefur hugmynd um nauðsynlegan farangur:
Sæng eða svefnpoki, koddi, lak, náttföt, regnföt, úlpa, stígvél, íþróttaskór, lítill bakpoki og vatnsbrúsi f. lengri gönguferðir, inniíþróttaskór, nærföt, nægir sokkar, peysur, trefill, húfa, vettlingar, buxur, betri fatnaður, sundföt, handklæði, sápa, tannbursti, tannkrem, Biblían, myndavél.
Stjórnandi: Kristín Sveinsdóttir:
Tónlist: Helga Rut Guðmundsdóttir, Rúna Þráinsdóttir
Matráður: Berglind Ósk Einarsdóttir
Framkvæmdastjórn og umsjón kvennaflokks: Hólmfríður Petersen

Félagskonur sem þurfa manninn með sér vegna aldurs eða fötlunar gefst kostur á að koma í dagsheimsókn í Vindáshlíð gegn hálfu gjaldi.