Mæðgnaflokkur verður haldinn í Vindáshlíð 30. september – 2. októbers 2011 fyrir allar mæðgur á aldrinum 6-99 ára. Farið veður á einkabílum í Vindáshlíð. Vinsamlega hafið sambandi við Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK ef vantar far. Verð er aðeins kr.10.500 krónur á mann með gistingu, dagskrá og fullu fæði. Hægt er að ganga frá skráningu hjá Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899 eða með því að smella hér:
skraning.kfum.is
Dagskrá mæðgnaflokksins er eftirfarandi:
Föstudagur 30. september
18.30 mæting og skráning í herbergi.
19.00 kvöldmatur
20.15 kvöldvaka. Leikir og létt gaman.
21.30 kaffi og kósý fyrir yngi kynslóðina.
22.30 kaffi og kósýkvöld í setustofu fyrir mömmur.
Laugardagur 1. október
9.00 Vakið
9.30 Morgunmatur
10.15 "Lifðu lífinu lifandi." Stund fyrir mömmur. Umsjón: Signý Gyða Pétursdóttir, leikskólakennari og B.A. í Guðfræði frá U.S.
10.15 Stund fyrir stelpur.
11.30 Brennókeppni barna.
12.00 Hádegismatur
13.00 Skemmtilegt föndur eða frjáls leikur í íþróttahúsi
15.30 Kaffi
16.00 Undirbúningur fyrir kvöldvöku/Skotbolti
19.00 Veislukvöldverður
20.30 Kvöldvaka í umsjá herbergja
21.30 Kvöldkaffi fyrir yngri kynslóðina
22.00 Hugleiðing
22.30 Kaffi og kósýkvöld fyrir eldri kynslóðina.
Sunnudagur 2. október
9.00 Vakið
9.30 Morgunmatur
11.00 Kirkjustund að hætti Hlíðarmeyja
12.00 Hádegismatur
13.30 Heimferð
Eftirfarandi upptalning gefur hugmynd um farangur:
Sæng eða svefnpoki, koddi, lak, náttföt, regnföt, úlpa, stígvél, íþróttaskór, inniskór, lítill bakpoki og vatnsbrúsi f. lengri gönguferðir, inniíþróttaskór, nærföt, nægir sokkar, peysur, trefill, húfa, vettlingar, buxur, betri fatnaður, ullarpeysa, handklæði, sápa, tannbursti, tannkrem, Biblían, myndavél.
Stjórnun: Nanna Björk Rúnarsdóttir
Meðstjórnandi: Arna Auðunsdóttir
Undirspil: Rúna Þráinsdóttir og Helga Rut Guðmundsdóttir
Matráður: Berglind Ósk Einarsdóttir