Starf Karlakórs KFUM og KFUK er nú farið á fullt með haustinu.
Kórinn telur rúmlega 20 félaga og æfir vikulega, á mánudögum kl.19:30 í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28 í Reykjavík. Starfið hefur farið vel af stað í haust, og ýmis verkefni eru framundan. Að sögn kórstjóra og félaga ríkir mikil gleði og fjör á æfingum.
Kórinn mun syngja á eftirfarandi viðburðum á næstunni:

  • Á fjáröflunartónleikum Vindáshlíðar á Holtavegi 25.október
  • Á aðventufundi KFUM og KFUK 6.desember
  • Á aðventukvöldi í Útskálakirkju, Garði, þann 11.desember. Útskálakirkja fagnar 150 ára afmæli sínu um þessar mundir.

Hægt er að bæta við félögum í kórinn, og eru allir söngáhugamenn, 18 ára og eldri, velkomnir. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við kórstjóra, Laufeyju G. Geirlaugsdóttur í gegnum netfangið
laufey@ga.is.
Kórstjóri Karlakórs KFUM og KFUK er Laufey G. Geirlaugsdóttir, og Ásta Haraldsdóttir annast undirleik. Formaður kórsins er Guðmundur Ingi Leifsson, og Hörður Geirlaugsson er gjaldkeri.