Þriðjudaginn 25. október 2011, á kvennafrídaginn verða haldnir glæsilegir fjáröflunartónleikar til styrktar sumarbúða KFUM og KFUK í Vindáshlíð.
Tónleikarnir eru í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28, Reykjavík. Fram koma: Lay Low, Helga Vilborg, Fabula, Karlakór KFUM og KFUK, Rósin okkar og Hafdís Huld.
Tónleikarnir hefjast kl. 20. Aðgangseyrir er kr. 1000, og verða miðar seldir við innganginn. Happdrætti verður á staðnum og kaffi og veitingar verða seldar á góðu verði.
Allir eru hjartanlega velkomnir og hvattir til að mæta, njóta góðrar tónlistar og styðja við Vindáshlíð um leið.