Þriðjudagurinn rann upp bjartur og fagur. Það voru hressar stelpur sem vöknuðu í Vindáshlíð þennan þriðjudagsmorgun. Það var farið í brennó, íþróttir og spriklað í læknum okkar sem rennur hér niður hlíðina.

Eftir hádegi var svo í boði að klífa fjallið okkar Sandfell eða ganga í kringum það. Þetta var heilmikil ganga og voru stelpurnar mjög stoltar af sér og borðuðu vel í kaffitímanum, nýbakaðar kökur og brauð.

Þegar kaffitímanum lauk tóku við hinir ýmsu leikir, íþróttir og undirbúningur kvöldvöku hjá þeim herbergjum sem áttu að sjá um hana.

Kvöldvakan tókst gríðarlega vel og eru stelpurnar duglegar að taka þátt og syngja hátt og snjallt.

Stelpunum gekk vel að sofna enda lúnar eftir klifur í fjöllum og hlíðum Vindáshlíðar.

Ró var komin á kl.10:30

Bestu kveðjur
Halla Gunnarsdóttir forstöðukona