Upp í Vindáshlíð er kominn flottur hópur af stúlkum! Margar eru að koma í fyrsta skipti og er því margt nýtt að sjá og læra. Farið var í ratleik svo þær myndu nú læra að rata um svæðið, en 11 stöðvar voru á vítt og breytt um Vindáshlíðarsvæðið. Eftir kaffi kepptu þær sín á milli í húshlaupi, en þá eiga þær að hlaupa eins hratt og þær geta einn hring í kringum húsið. Brennókeppnin byrjaði og er strax kominn spenningur yfir hverjir verði brennómeistarar. Veðrið lék við okkur og vonum við að góða veðrið haldist áfram en spáð hefur verið talsverðri vætu í vikunni.

Þær fengu að heyra um kvöldið um fjallræðuna sem Jesús hélt. Í henni var hann m.a. að tala um hversu mikilvægt væri að biðja og að sýna náungakærleik. Uppsetningin var mjög skemmtileg og var foringinn sem hélt hugleiðinguna búinn að búa til Jesú úr hendinni sinni. Þetta náði athygli stúlknanna og vonum við að þær hafi skilið Gullnu regluna vel: Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.

Stelpurnar fengu brokkolísúpu og smurbrauð í hádegismat, heimabakaða köku með kremi og bananabrauð í kaffinu, hakk, spaghetti og grænmeti í kvöldmat en ávextir í kvöldhressingu.

Í byrjun sumars var tekið upp nýtt myndakerfi sem við erum að læra á, við biðjum um biðlund ef það tefst að setja inn myndir. Myndir má nálgast hér:
http://www.kfum.is/sumarstarf/vindashlid/vindashlid-ljosmyndir/