Enn heldur gleðin áfram í Vindáshlíð! Sólin hefur verið okkur hliðholl þennan daginn og var því ákveðið að bregða sér í sundföt innan undir fötin skreppa að Pokafossi og Brúðarslæðu. Því miður gafst ekki tími til að skoða sjálfa Brúðarslæðu (foss) en þess í stað sóluðu stelpurnar sig og busluðu neðar í ánni í staðin.
Eftir síðdegishressingu fóru nokkur herbergi að undirbúa kvöldvöku en fyrir hin herbergin var frjáls tími. Boðið var upp á brennóleiki, vinabönd, íþróttakeppni en umhverfi Vindáshlíðar heillaði líka með kirkjunni, aparólunni, apabrúnni og skóginum.
Stúlkurnar hafa verið sérstaklega duglegar að taka undir í söng, en í Vindáshlíð er mikið sungið, þar á meðal sérstakir Hlíðarsöngvar.
Um morguninn lærðu þær að fletta upp í Biblíunni og lærðu um gildi hennar sem eilífan sannleik. Um kvöldið heyrðu þær sögur frá byrjunar árum Vindáshlíðar og þá sérstaklega hlut Helgu Magnúsdóttur sem var formaður stjórnar og forstöðukona sumarstarfsins í fjölda ár.
Hann virðist ætla að hanga þurr hjá okkur í dag og vonumst við því til að geta komist í góða fjallgöngu í dag 

Myndir úr flokknum má nálgast hér:
http://www.kfum.is/sumarstarf/vindashlid/vindashlid-ljosmyndir/