Morguninn var hefðbundinn hjá stúlkunum í dag, eða svona upp að vissu marki. Eftir morgunmat var fánahylling og síðan  morgunstund. Fram að hádegismat var síðan keppt í fjölmörgum Survivor liðakeppnum. Til dæmis þurftu sex úr hverju liði að fara Slip´n-Slide þrautabraut í tímatöku og einnig var leitað að týnda friðhelgisgoðinu úti í skógi. Stúkurnar fengu loks vísbendingu um hvar friðhelgisgoðið væri að finna í skóginum. Í hádegismat var grjónagrautur með rúgbrauði og áleggi. Eftir hádegismat voru æsispennandi úrslitakeppnir í brennó og stóðu Hamrahlíðarstúlkur uppi sem sigurvegarar 4. flokks 2012. Í kaffi var boðið upp á bollakökur og kryddbrauð með smjöri og osti. Þá tók við Göngugata og vinadekur. Hvert herbergi kom sér saman um eitthvað sem þær gætu boðið gangandi vegfarendum uppá og hengdu upp skildi og biðlista. Sumar voru með hárgreiðslu, handsnyrtingu, naglalakk, förðun og sumar buðu upp á nýstárlega aðferð við að finna bænavers út frá afmælisdegi og ári. Allar stúlkur mættu síðan út að fána til að vefa mjúka en það er gömul og falleg Vindáshlíðarhefð. Forstöðukonan tók því næst myndir af hverju herbergi með sinni bænakonu fyrir framan arininn í setustofu áður en þær fengu að ganga inn í skreyttan matsalinn þar sem þeirra biðu rjúkandi pítur. Í þetta sinn sátu þær til borðs með sinni bænakonu, allar uppáklæddar og fínar. Hópurinn var stórglæsilegur. Veitt voru verðlaun fyrir keppnir og íþróttadrottningin krýnd. Starfsmenn sprelluðu og dönsuðu æfðan dans fyrir stúlkurnar. Kvöldvakan var í höndum foringjanna sem settu upp grínleikrit og stýrðu söng. Uppáhaldslag stúlknanna er án efa Upprisinn er hann og Hlíðalagið. Sjónvarp Vindáshlíð var að þessu sinni ekki leikið heldur var búið að útbúa myndband með yfirliti úr helstu viðburðum flokksins með grínbrotum frá starfsmönnum inni á milli. Kvöldvakan endaði þegar allir foringjarnir sungu íslenska júróvision laginu með nýjum Vindáshlíðartexta og æfðum dansi. Þakið ætlaði af húsinu í fagnaðarlátunum. Stúlkurnar byrjuðu að komast í ró á hugleiðingu í setustofunni og fengu að fara út í læk að bursta áður en bænakonana kom inn til þeirra í síðasta skipti. Stórkostlegur dagur og stórkostlegar stelpur.