Í dag er veisludagur í Vindáshlíð þar sem mikið er um dýrðir: Úrslitakeppnin í brennókeppninni, hárgreiðslukeppni, hátíðarkvöldverður og svo kvöldvaka í umsjá foringjanna, svo eitthvað sé nefnt.

Rifjað verður upp hvernig dagarnir hafa liðið og grínast með atburði flokksins en ætíð er hægt að finna eitthvað til að hlæja saman að.

Á morgun er svo heimferðardagur. Stelpurnar fara heim reynslunni ríkari og sem Hlíðarmeyjar, en það verða allar sem gista meira en þrjár nætur í Hlíðinni.

Við þökkum þeim góða samveru og biðjum Guð að vaka yfir þeim og fjölskyldum þeirra.

 

Petrína Mjöll Jóhannesdóttir, forstöðukona