Mæðgnaflokkur verður haldinn í Vindáshlíð núna um helgina 14.-16.sept fyrir allar mæðgur á aldrinum 6-99 ára. Farið verður á einkabílum í Vindáshlíð. Verð er 11.000 kr. á mann með gistingu, dagskrá og fullu fæði. Hægt er að ganga frá skráningu hjá Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899 eða með því að smella hér.

Í ár eru það Anna Arnarsdóttir og Jessica L. Andrésdóttir sem sjá um stjórnun og skipulag flokksins sem er í anda Vindáshlíðarflokkanna á sumrin. Matráðskonan er Fjóla Sæbjörg Ólafsdóttir og mun hún eflaust töfra fram góðar veitingar.

Dagskrá mæðgnaflokksins er eftirfarandi:

Föstudagur 14. September

18.30 Mæting og skráning í herbergi.
19.00 Kvöldmatur
20.00 Kvöldvaka, Vindáshlíðarlög og leikir

20.45 Spilastund
21.30 Kaffi og kósý
22.30 Áframhaldandi kaffi og kósý í setustofu fyrir mömmur

Laugardagur 15. september
9.00 Vakið
9.30 Morgunmatur
10.15 Stund fyrir bæði mömmur og stelpur
11.30 Brennókeppni kynslóðanna
12.00 Hádegismatur
13.00 Brjóstsykursgerð, kökulistaverk, vinabönd, spil eða frjáls stund
15.30 Kaffi
16.00 Undirbúningur fyrir kvöldvöku/áframhaldandi spil og vinabönd
19.00 Veislukvöldverður
20.30 Kvöldvaka í umsjá herbergja
21.30 Kvöldkaffi
22.00 Hugleiðing
22.30 Áframhaldandi Kaffi og kósýkvöld fyrir eldri kynslóðina.

Sunnudagur 15. september
9.00 Vakið
9.30 Morgunmatur
11.00 Guðsþjónusta
12.00 Hádegismatur
13.30 Heimferð

Eftirfarandi upptalning gefur hugmynd um farangur:
Sæng eða svefnpoki, koddi, lak, náttföt, regnföt, úlpa, stígvél, íþróttaskór, inniskór, lítill bakpoki og vatnsbrúsi f. lengri gönguferðir, inniíþróttaskór, nærföt, nægir sokkar, peysur, trefill, húfa, vettlingar, buxur, betri fatnaður, ullarpeysa, handklæði, sápa, tannbursti, tannkrem, Biblían, myndavél.