Þriðjudaginn 23. október verða haldnir fjáröflunartónleikar í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28 til styrktar starfinu í Vindáshlíð. Allur ágóði af tónleikunum rennur til ytra viðhalds á aðalskálanum í Vindáshlíð.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og er aðgangseyrir 1.500 kr. Veitingasala, happdrætti og spennandi dagskrá: Helga Vilborg og Sálmavinafélagið, Ingunn Huld, Halli Reynis, Blússveit Þollýar, White Signal og Hafdís Huld.

Takið kvöldið frá, njótið góðrar tónlistar í góðum félagskap fyrir góðan málstað.

Umsjón og skipulag: Stjórn Vindáshlíðar 2012-2013.