Í október verður boðið upp á tvo ungbarnaflokka í Vindáshlíð. Ungbarnaflokkarnir eru fyrir mæður með ungabörn
Fyrri flokkurinn verður frá fimmtudegi til föstudags, 18.-19. október 2012. Flokkurinn er ætlaður mæðrum með börn að 1 árs aldri.
Seinni flokkurinn verður frá laugardegi til sunnudags, 20.-21. október 2012. Flokkurinn er fyrir mæður og börn þeirra frá 1 árs -2 ½ árs.
Verð fyrir hvorn flokk fyrir sig er aðeins 7.500 kr. á móður og barn. Innifalið er gisting, dagskrá og fullt fæði. Nánari dagskrá kemur þegar nær dregur.
Skráning fer fram hjá Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899.