Jæja, netið virkar vonandi nógu lengi til að skrifa þessa frétt. Það er án efa hægt að segja að stelpurnar eru njóta sín í botn hér í Vindáshlíð. Það er búið að fara upp á Sandfell, stór hópur valdi að fara upp á topp á meðan aðrir fóru hringinn.

Í gær var haldin Guðsþjónusta. Stelpurnar fengu að velja sér hópa til að vera í og gátu valið á milli leikhóps, sönghóps, skreytingahóps og undirbúningshóps. Í leikhópnum var leikrit um miskunasama Samverjann æft. Sönghópur æfði 3 falleg lög. Skreytingahópurinn teiknaði/málaði myndir og steina og undirbúningshópurinn sá um að skrifa bænir, kveikja á kertum og hringja kirkjubjöllum. Það er mjög gaman að sjá hvað þær lögðu allar mikin metnað í að þetta yrði frábær Guðþjónusta og það var hún svo sannarlega.

Hefðbundnu liðirnir eins og íþróttir, brennó, vinabönd, aparóla, apabrúin, leika sér í skóginum og vaða í læknum hafa sett sterkan svip á flokkinn. Það hefur ræst aðeins úr veðrinu og hitinn hefur verið þónokkur og því allar geta notið sín á stuttbuxum og bolum.

Komum svo heim á morgun kl 4.

Sjáumst þá 🙂