Hingað komu 84 stúlkur á þriðjudaginn, tilbúnar í ævintýraflokk og ofurspenntar. Fyrsta daginn var farið í ratleik um svæðið þar sem þær læra um fallegu sveitina Vindáshlíð.
Veðrið var ekki alveg nógu gott þann dag þannig að útiveravmeiri en sumar skelltu sér þó í aparóluna og létu ekki smá rigningu og kulda stoppa sig. Um kvöldið fengu herbergin 3 staðreyndir um sína bænakonu og þær áttu að svo að reyna komast að því hver þeirra bænakona væri með því, ratleikur númer 2 þann dag 🙂
Í gær var veðrið yndisleg þegar við vöknuðum og því var ákveðið að fara að fossunum Pokafoss og Brúðarslæða. Veðrið hélt sér því miður ekki alveg og það fór að rigna í miðri gönguferð en enginn er verri þó hann blotni örlítið.
Í ævintýraflokkum er vinsælasta spurningin sem við fáum hvort það verði farið í hermannaleikinn og í gærkvöldi voru stelpurnar yfir sig ánægðar með að það var farið í hin geysivinsæla hermannaleik.
Flokkurinn hefur gengið mjög vel, allar sáttar og sælar með þétta og skemmtilega dagskrá.