Fjórði flokkur hefur gengið mjög vel. Fyrsta daginn var farið í ævintýrahúsið þar sem stelpurnar hitta ýmsar verur úr sìgildum ævintýrum. Einnig héldum við Vindáshlíðs Top Model, þar búa stelpurnar til fatnað úr svörtum ruslapokum og sýndu. Á öðrum degi var farið í hin geysivinsæla hermannaleik þar sem stelpunum er gefið tækifæri á að upplifa hvernig er að vera flóttamaður og læra hversu heppnar við erum að búa hér. Um kvöldið var svo haldin hæfileikakeppni og þetta er án efa mjög hæfileikaríkar stelpur sem sýndu mörg skemmtileg atriði t.d söngatriði, dansatriði og ljóðflutning. Það kvöld fengum við óvæntan gest, hana Unni Eggertsdóttir sem kom og tók 2 lög fyrir okkur. Seinna um kvöldið þegar stelpurnar áttu að fara sofa var þeim komið à óvart með náttfatapartýi.
Í gær fékk flokkurinn að sofa klukkutíma lengur eftir brjálæðslega skemmtilegt náttfatapartý. Í útiverunni var farið í ratleikinn Amazing race þar sem þær leystu hinar ýmsu þrautir í kringum svæðið. Gærkvöldið var rólegt eftir mikla útiveru, þá héldum við bíókvöld með poppi og kósýheitum.
Netið hér hefur sjálfstæðan vilja og það kemur og fer eftir hentugleika. Við bindum miklar vonir við nýjan netbeini sem við fáum á morgun.

Kveðja. Jessica Forstöðukona