Eftir morgunmat héldu flestar stúlkurnar í íþróttahúsið þar sem háðir voru úrslitaleikir í brennókeppninni. Mikil spenna var í logtinu og stúlkurnar lögðu sig allar fram um að gera sitt besta. Það var frábært að fylgjast með einbeitingunni og viljanum sem skein úr augum þeirra. Að brennó loknum var boðið upp á hádegismat sem var mexíkósk kjúklingasúpa með snakki og heimabökuðu snittubrauði. Eftir hádegismat fórum við í leiki í íþróttahúsina og var það mikið stuð. Eftir kaffitíma höfðu stúlkurnar svo tíma til að klæða sig í betri fötin og snyrta sig og einnig var haldin hárgreiðslukeppni. Afraksturinn var margar fallegar, furðulegar og frumstæðar hárgreiðslur sem stúlkurnar voru stoltar af. Þegar starfsfólk hafði lokið við að skreyta matsalinn var haldinn veislukvöldverður við kertaljós. Þar var boðið upp á flatbökur og gos og borðuðu allar stúlkurnar vel og höfðu gaman. Því næst var haldið á kvöldvöku sem í þessu sinni var í boði starfsfólk. Kepptust starfsmennirnir um að taka þátt í leikritum og sýndu þeir af sér einstakan aulahátt og heimsku sem stúlkurnar kunnu vel að meta. Í kvöldkaffi var súkkulaðibúðingur og brauð og banani fyrir þær sem vildu. Það voru sannarlega glaðar og þakklátar stúlkur sem skriðu upp í rúm í kvöld.