Það verður sannkölluð kvöldvökustemning að hætti Vindáshlíðar á Holtavegi 28 sunnudaginn 17. nóvember kl. 17.

Jóhanna Sesselja Erludóttir verður með hugvekju og Guðrún Nína Petersen segir stutt frá starfinu í Vindáshlíð. Hljómsveitin Tilviljun? sér um tónlistina og það verða að sjálfsögðu sungnir Vindáshlíðarsöngvar.
Kvöldvökur sumarbúða KFUM og KFUK eru víðfrægar fyrir að vera bæði skemmtilegar og gefandi og því tilvalið að njóta þeirra saman næsta sunnudag.

Allir eru hjartanlega velkomnir og Hlíðarmeyjar á öllum aldri eru sérstaklega boðnar velkomnar.

Hressar vinkonur úr 8.flokki Vindáshlíðar 2013