Vindáshlíð - Árshátíð

Árshátíð Vindáshlíðar verður haldin sunnudaginn 9. febrúar næstkomandi klukkan 13:00-15:00 í húsi KFUM og KFUK í Reykjavík að Holtavegi 28.

Árshátíðin er fyrir stelpur sem hafa komið í Vindáshlíð og þær sem langar til að fara í Vindáshlíð.

Á árshátíðinni verður fjölbreytt og skemmtileg dagskrá að hætti foringja Vindáshlíðar. Veitingar verða í boði.

Miðinn á árshátíðina kostar 500 krónur og gildir auk þess sem happadrættismiði þar sem fyrsti vinningur er vikudvöl í Vindáshlíð sumarið 2014!

Hlökkum til að sjá þig kæra Hlíðarmær!
Kveðja, starfsmenn Vindáshlíðar