Það verða tveir vinnuflokkar í Vindáshlíð í maí, laugardagana 3. og 17. maí. Verkefnin eru að mestu tvenns konar, almenn inniþrif fyrir sumarstarfið og málningarvinna utandyra en það þarf að mála glugga og þakskegg og fúaverja palla og útihúsgögn. Af öðrum verkefnum má nefna lagfæring á fótboltamarki, uppsetningu fánastangarinnar og ýmis smærri verk. Það munar um hverja hjálparhönd í vinnuflokkum. Getur þú aðstoðað? Hafðu þá samband við Guðrúnu Nínu (gudrun.nina@petersen.is) eða skrifstofu KFUM og KFUK í s. 588-8899.