Veðrið hefur leikið við stelpurnar í Vindáshlíð. Fyrsta daginn fóru þær í ratleik. Ásta S. Gylfadóttir heimsótti Vindáshlíð og kenndi nokkrum stelpum að spila krakkablak. Stelpurnar æfðu sig svo meira í blaki, spiluðu brennó, sungu saman og nutu útiverunnar. Um kvöldið sáu knáar stelpur um kvöldvöku.

Dagur tvö heilsaði okkur með enn meiri veðurblíðu. Eftir hádegið gengum við að Selárfossi og þar létu sumar sig ekki muna um að hoppa út í hylina á ánni. Þó vatnið væri kalt kom það ekki að sök, hitinn var um 17 gráður Celsíus. Eftir kvöldmatinn var kveiktur varðeldur og það var hægt að vera léttklæddur að grilla sykurpúða. Aftur var skemmtilega kvöldvaka í umsjón dvalargestanna. Það voru dauðþreyttar stelpur sem lögðust til svefns, en glaðar eftir viðburðaríkan dag.

Þórunn Arnardóttir, forstöðukona