Þriðji dagurinn í Vindáshlíð leið í veðurblíðu. Stelpurnar gengu upp að Sandfellstjörn þar sem þær skoluðu á sér tærnar. Allar voru með vatnsbrúsa og nýbakaðan snúð í bakpokanum. Snúðarnir voru svo góðir að það voru allir „svangir“ í meira 😉

Stelpurnar þekkja núna betur inn á umhverfið og eru duglegar að leika sér sjálfar í náttúrunni. Þegar bjallan hringir í mat spretta upp börn úr öllum áttum.

Eftir kvöldmatinn fréttist af furðusveppum sem spruttu við lækinn. Stelpurnar voru nú ekki allar tilbúnar til að fara í sveppaleit – fannst það ekki spennandi fóður. En nokkrar kjarkaðar lögðu í hann og fundu sveppi sem reyndust sætir og góðir. Það kom í ljós að flestar stelpur í Vindáshlíð borða furðusveppi með góðri lyst. (Það er samt eitthvað í að kantarella geri sömu lukku).

Kvöldinu lauk með náttfatapartýi. Það voru alsælar og þreyttar stelpur sem sofnuðu í eftir skemmtilegan dag.