Í dag var milt veður en nokkrir dropar duttu þó úr lofti. Eftir að hafa komið sér fyrir og borðað hádegismat fóru stelpurnar í leik sem heitir Útilegumenn. Hver stelpa fék blað og fór á milli stöðva þar sem þær fengu stig fyrir að leysa þarutir. Foringjarnir höfðu falið sig í skóginum, dulbúnir sem svartklæddir útilegumenn, og eltu uppi stelpur og settu í „fangelsi“.
Eftir kaffi voru brennóleikir og íþróttakeppnir. Um kvöldið var skemmtileg módelkeppni þar sem módelin klæddust ruslapokum og klósettpappír – alveg ótrúlega flottum! Þá var hægt að grilla sykurpúða við varðeld. Kvöldinu lauk með bænakonuleit en þá þurftu herbergisfélagar að leysa verkefni til að finna sína bænakonu. Það voru þreyttar stelpur sem lögðust til hvílu þetta kvöld en líka glaðar og ánægðar.

Myndir úr 2. flokk eru komnar á netið, þær má sjá hér.

 

Þórunn Arnardóttir, forstöðukona