Dagur þrjú var viðburðaríkur. Stelpurnar fóru í hermannaleik og lærðu um líðan barna í stríði. Um kvöldið var bíókvöld og myndin High School Musical var sýnd. Að sýningu lokinni lögðu 35 vaskar stelpur af stað í kvöldgöngu á Sandfell og komu ekki heim fyrr en á miðnætti. Þokuslæður struku hlíðar fellsins og stelpurnar fengu svo sannarlega að upplifa íslenska sumarnótt þó kvöldsólin hafi ekki látið sjá sig.
Dagur fjögur hófst með því að stelpurnar voru vaktar með tónlist úr High School Musical. Starfsmenn léku persónur úr myndinni allan daginn. Í hverjum matartíma var boðið upp á söng ogdansatriði. Veðrið var milt en skúrir og súld. Stelpurnar fóru í göngu að Selá og nokkrar gengu upp að Selárfossi. Eftir kaffi var hefðbundin dagskrá með íiþrótta- og brennókeppnum, vinabandagerð og einnig æfðu margar stelpur fyrir hæfileikasýningu. Hæfileikasýningin var svo um kvöldið. Deginum lauk með frábærlega skemmtilegu náttfatapartýi.
Myndir má sjá hér.
Þórunn Arnardóttir, forstöðukona