Stúlkurnar voru vaktar klukkan átta í morgun enda allmargar komnar á ról. Veðrið fól í sér rigningu fyrri partinn en svo stytti upp um hádegi. Eftir morgunmat og fánahyllingu var morgunstund. Þar voru sungnir Hlíðarsöngvar, Auður sagði þeim Biblíusögur og allar stúlkurnar æfðu sig að fletta upp í Nýja Testamenntinu. Eftir morgunstund var íþróttakeppni og brennó. Í hádegismat var píta sem fékk vægast sagt góðar móttökur. Eftir uppvask og frágang sem valboðaliðar tóku þátt í var farið í gönguferð niður að rétt. Þar, og á leiðinni, var farið í leiki og komu stúlkurnar svo beint í kaffi. Þar biðu kökur og kruðerí sem hvarf eins og dögg fyrir sólu. Eftir kaffi undirbjuggu þrjú herbergi kvöldvöku; Barmahlíð, Lækjahlíð og Furuhlíð, áfarm var spilað brennó og keppt var í frumlegum íþróttagreinum. Í kvöldmatinn var Sloppí Jó (hamborgarabrauð með hakkrétti og grænmeti að vild) sem rann ljúflega niður. Blásið var til kvöldvöku klukkan átta. Það var frábært að fylgjast með sköpunargleði og leikhæfileikum stelpnanna sem taka hlutverkin sín alvarlega og njóta þess að skemmta sér og öðrum í margskonar búningum. Þær taka lika hressilega undir í söngvunum. Eftir kvöldvöku, kvöldkaffi og hugleiðingu fóru þreyttar en ánægðar stúlkur í rúmið. Þær áttu notarlega stund með sínum bænakonum og var alger ró komin í húsið kl. 23.
Góðar kveðjur úr Hlíðinni,
Auður Páls forstöðukona