Enn einn dásamlegur dagurinn hér í Vindáshlíð hófst með óhefðbundnum morgunverði. Í tilefni þess að stúlkurnar hafa gist í Vindáshlíð í þrjár nætur, og eru formlega orðnar Hlíðarmeyjar, fengu þær sem vildu kókópöffs. Því var sko tekið fagnandi. Eftir morgunmat var hópvinna þar sem hver hópur undirbjó messu í Hallgrímskirkju, en hún stendur hér rétt við skálann. Einn hópur æfði söngva, annar helgileik um miskunnsama Samverjan, þriðji vann skreytingar og fjórði hélt utan um annan undirbúning og hringingu kirkjuklukkunnar. Í messunni sagði Auður frá tilkomu kirkjunnar sem flutt var af Saurbæ í Hvalfirði og hingað í Hlíðina árið 1957. Eftir messu var svo kaffi og síðan tók við hliðarhlaup þar sem stúlkurnar hlupu eins og fætur toguðu frá skálanum niður að hliði. Þá fóru sumar í sturtu, aðrar í brennó og enn aðrar undirbjuggu kvöldvöku og æfðu leiki eða leikþætti. Í kvöldmat var skyr og heitar samlokur. Allt hvarf þetta eins og dögg fyrir sólu. Kvöldvakan var fjörug og skemmtilegt að heyra hve stúlkur hafa náð góðu valdi á Hlíðarsöngvunum. Eftir kvöldkaffi var hugleiðin í setustofunni og síðan fóru þær sem vildu niður að læk til að bursta tennur. Bænakonur luku svo deginum hver með sínu herbergi og þær svifu hver á fætur annarri í draumaheima, þreyttar en sáttar með góðan dag. Góðar kveðjur úr Hlíðinni, Auður Páls forstöðukona