Dagur 1.
Það var flottur hópur af hressum stelpum sem að mættu uppí Vindáshlíð í ágætis veðri mánudaginn 30. júní. Þegar þær komu á staðin var fyrsta verk að koma sér fyrir í herbergjunum og vinkonuhóparnir fengu allir að vera saman.
Hádegismaturinn var kærkomin eftir langan og spennandi morgun og svo tók við ¨top model¨ dagskrá í íþróttahúsinu sem að allir tóku þátt í og höfðu gaman af. Eftir kaffitímann var svo hefðbundin íþrótta og brennókeppni fram að kvöldmat. Kvöldvakan var óhefðbundin, en þar sem þetta er ævintýraflokkur, þá munum við leyfa okkur að bregða aðeins út af hefðbundnum dagskrárliðum suma dagana.
Stelpurnar fóru svo á stjá eftir kvöldkaffið og hugleiðingu og leituðu að sínum bænakonum með vísbendinga spurningaleik. Allar fundu þær sínar bænakonur að lokum og fengu skemmtilegan tíma með henni áður en þær fóru að sofa.
Það var svo flottur hópur af hressum og skemmtilegum stelpum sem fóru að sofa um miðnættið. Það gekk mjög vel að fá ró í hópinn og flestar sofnuðu mjög fljótt, enda langur og skemmtilegur dagur á enda.