Í dag voru stelpurnar vaktar um níuleytið með boðum um það að mæta í kvöldkaffið. Jújú, þið lásuð rétt. Það var nefnilega Rugldagur í Vindáshlíð í dag og dagskipulaginu var öllu ruglað. Eftir kvöldkaffið var því komin tími á hugleiðingu og svo komu bænakonurnar inní herbergin eftir það. Þegar bænakonurnar voru búnar að ræða við stelpurnar, biðja með þeim og bjóða góða nótt, þá tók við frjáls tími fram að mat.
Í kvöldmatinn (klukkan 12:30) var boðið uppá hamborgara sem fengu frábærar móttökur. Eftir mat var svo höfð kvöldvaka og fengu stelpurnar bíókvöld með foringjunum. Myndin sem var í boði var Frozen (Frosinn) og fékk hún frábærar viðtökur.
Eftir þetta bíókvöld var kaffitíminn borin á borð og norska tekakan og súkkulaðibitakökurnar runnu ljúflega niður í hópinn.

Eftir kaffið var svo Ævintýrahúsaleikur í gangi.

Hádegismaturinn var svo borin á borð klukkan 18:30. Grænmetissúpa og hvítlauksbrauð. Eftir matinn fengu stelpurnar svo frjálsan tíma með íþrótta og brennókeppnum, ásamt böndum og skemmtilegri samveru í setustofunni.

Morgunmaturinn var svo borin á borð um tíu-leytið og þá borðuð allar stelpurnar mjög vel af morgunkorni, súrmjólk og brauði. Eftir morgunmat höfðum við svo stund í setustofunni með hugleiðingu og söngvum. Bænakonurnar mættu svo aftur inn í herbergin til þess að spjalla við stelpurnar og bjóða góða nótt.

Við vorum nokkuð heppin með veðrið, en eins og margir vita þá var veðurspáin fyrir þennan dag ekkert mjög spennandi. Við fengum aðeins af rokinu og smá rigningu á köflum en það varð ekkert jafn slæmt og veðurspáin hafði varað við. Stelpurnar létu það þó ekkert hindra sig í því að skemmta sér og öðrum og hafa það gott hér í Vindáshlíð.