Kvennaflokkur verður haldinn í Vindáshlíð helgina 29.-31. ágúst. Yfirskrift helgarinnar er „Heitar stað ég engum ann“. Allar konur á aldrinum 18-99 ára eru hjartanlega velkomnar. Skráning er í fullum gangi! Verð er 12.900 kr. með gistingu, dagskrá og fullu fæði. Bókanir í síma 588 8899 og hér á kfum.is.
Dagskrá:
Föstudagur 29. ágúst
19:00 Kvöldverður
20:00 Kvöldvaka:
Brynhildur Bjarnadóttir: Skógur og skógrækt – Já, þær ætla‘ að rækta Hlíðina
Slegið á létta strengi
Brynhildur Bjarnadóttir: Að rækta andann – Af ávöxtunum þekkist tréð
22:15 Kvöldkaffi
22:45 Söngstund í setustofu: Fyrst söng þar hver með sínu nefi
Laugardagur 30. ágúst
09:00-10:00 Morgunmatur Hafragrautur góður er
10:15 Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir Þakkir fyrir hvern fagran morgun
12:00 Hádegismatur
13:00-18:00 Frjáls tími
Berjatínsla, gönguferðir, brennó, afslöppun og leti
Snyrtivörukynning frá FM snyrtivörum
15:30 Kaffi
18:30. Veislukvöldverður Hátíð var í grænum skóg
20:00 Kvöldvaka
Margrét Eggertsdóttir og gestir: Oft á sumaraftni kyrrum – Endurminningar úr Vindáshlíð
Helga Magnúsdóttir syngur nokkur lög
Hlíðarmeyjar fara á kostum
22:00 Kvöldkaffi
22.30 Kvöldstund í setustofu: Framtíð góða finnið hér
Sunnudagur 1. september
9:30-10:15 Morgunmatur Nú er ég klæddur og kominn á ról
11:00 Messa í Hallgrímskirkju í Vindáshlíð
Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir: Endurminning tekur tala
12:00 Hádegismatur
13:30 Frágangur herbergja
15.00 Kaffi
16.00 Heimför
Stjórnun: Hlíðarstjórn
Tónlist: Rúna Þráinsdóttir
Matráðar: Fjóla S. Ólafsdóttir